Krían - Umsýslukerfi fyrir Vinnuskóla sveitarfélaga

Velkomin/n á prufuumhverfi Kríunnar. Krían heldur utan um feril nemenda Vinnuskóla sveitarfélaga. Tilgangur kerfisins er að létta starfsmönnum lífið, auk þess veitir það íbúum einfalt viðmót fyrir skráningu og aðgengi upplýsinga.


Fyrir foreldra...

  • Móttaka umsókna frá foreldrum fyrir hönd nemenda fer í gegnum einfalt viðmót Kríunnar. Aðgengi foreldra er tryggður með innskráningu beint frá íbúagátt og/eða innskráningu með Íslykil eða Rafrænna skilríkja. Réttleiki gagna er sannreyndur með upplettingu í þjóðskrá.
  • Foreldrar hafa aðgang að grunnupplýsingum leiðbeinanda sinna barna, auk viðveruskráninga og umsagna.

Fyrir stjórnendur vinnuskólans...

  • Úrvinnsla umsókna fer í gegnum stjórnendaviðmót Kríunnar, niðurröðun nemenda og úthlutun leiðbeinenda í hópa fer fram með auðveldum hætti.
  • Staðfestingar á úthlutun hópa og aðrar tilkynningar til nemenda/foreldra fer frá kerfinu.

Fyrir starfsmenn vinnuskólans...

  • Viðveruskráning nemenda fer í gegnum einfalt viðmót, einn hnappur fyrir skráningu á mætingu nemanda.
  • Umsagnarskráning nemenda fer fram í gegnum einfalt viðmót út frá skilgreindum hæfnisþáttum.
  • Aðgangur að stjórnendaviðmóti er mögulegur, ef krafa er gerð um aukna umsýslu af hendi leiðbeinenda.

Fyrir stjórnendur sveitarfélags...

  • Fullt aðgengi allra gagna kerfisins, allir listar bjóða upp á ítarleit eftir vissum skilyrðum auk útkeyrslu gagna í ODS (OpenDocument Spreadsheet) sniðmáti.
  • Útkeyrsla viðveruskráninga einfaldar úrvinnslu launa.
  • Útkeyrsla umsókna býður upp á frekari tölfræðivinnslu og greiningu fyrir starfsemi sveitarfélagsins.
  • Ítarleg aðgerðarskráning, allar skráningar, breytingar og eyðingar gagna eru skráðar niður á notenda. Aðgangur að viðkvæmum persónuupplýsingum eru sérstaklega takmarkaðar. Kerfið fylgir nýjum þörfum og kröfum í breyttu lagaumhverfi.

Byggt á góðum grunni - Jötunn

Krían er byggð ofan á íslensku hugviti, jötunn grunni, smíðað og rekið af Premis. Aðrar lausnir byggðar ofan á jötunn má nefna leikskólakerfið Karellen, verkbókhaldskerfið Esjan, bókunarkerfið Kettle, innravefskerfið Corrian, námskeiðskerfið Amon, auk fjöldan allan af sérsmíðuðum lausnum fyrir íslenskar aðstæður. Fyrir frekari upplýsingar um kríuna eða jötunn hafið samband við okkur.

Aðgangsupplýsingar

Prufuumhverfið (þú ert hér) er ekki tengt íbúagátt né innskráningargátt island.is. Því er nauðsynlegt að hafa samband við okkur svo þú getur skráð þig inn.

Athugið að öryggi gagna á þessu prufusvæði er ekki tryggt, gera má ráð fyrir að allt sé aðgengilegt öllum, og öll innsend gögn verða hreinsuð reglulega.

Stjórnandi

Foreldri

Leiðbeinandi